Innlent

Tveir fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi

Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins eins og sjá má á myndinni.
Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins eins og sjá má á myndinni. MYND/Hreiðar

Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi við afleggjarann að Þingvallavegi rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn.

Áreksturinn varð þannig að bíll sem var að koma af Þingvallavegi og var að fara í átt að bænum lenti framan á öðrum bíl á leið í gagnstæða átt. Hann kastaðist við það á öfugan vegarhelming og lenti þá framan á þriðja bílnum.

Bílarnir eru mikið skemmdir og ljóst er að um mikið eignatjón er að ræða. Töluverðar tafir hlutust af árekstrinum þar sem bílarnir voru á nær öllum veginum. Sumir ökumenn tóku það nærri sér og hringdu með skammir í lögregluna. Bílarnir voru þó færðir af veginum um áttaleytið í kvöld og umferðarhnúturinn sem myndast hafði losnaði.

Samkvæmt fyrstu fréttum var talið að um fjóra bíla hefði verið að ræða en svo var ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×