Innlent

Sjómönnum hefur fækkað í kjölfar hruns í rækjuveiðum

Sjómönnum hefur fækkað um nokkur hundruð í kjölfar hruns í rækjuveiðum undanfarin misseri. Þá hafa árstekjur fjölmargra sjómanna líka rýrnað, að mati formanns Sjómannasambandsins.

Það er ekki einvörðungu að rækjuverksmiðjum hafi fækkað úr rúmlega 30 niður í fimm á rúmum áratug, heldur hafa stofnarnir hrunið og þar með veiðarnar og verð á afurðunum hefur ekki haldið í við verð á öðrum sjávarafurðum. Sem dæmi um aflasamdráttinn þá var slegið aflamet á heimamiðum fyrir tíu árum þegar aflinn losaði 75 þúsund tonn.

Síðan lækkaði hann ört og féll niður 5 þúsund tonn fyrir tveimur til þremur árum og niður í aðeins 800 tonn á síðasta fiskveiðiári. Hann verður líklega álíka á þessu fiskveiðiári. Ekkert íslenskt skip hefur verið rækju á Dhornbanka í tvö ár.

Fyrir fjórtán árum veiddu íslenskir rækjutogarar 63 þúsund tonn af rækju á Flæmingjagrunni, en aðeins tvö þúsund tonn í fyrra. Um miðjan síðasta áratug byggðist útgerð 60 til 70 skipa að mestu á rækjuveiðum en nú eru þau teljandi á fingrum annarar handar.

Samdrátturinn er slíkur að þær rækjuverskmiðjur sem enn eru í gangi byggja að mestu á aðkeyptri heilfrystri rækju af erlendum togurum úr Barentshafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×