Óttuðust heilablóðfall
Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja konu að Arnarstapa á Snæfellsnesi, þar sem óttast var að hún hefði fengið heilablóðfall. Læknir var sendur frá Ólafsvík og eftir að hann hafði skoðað konuna var aðstoð þyrlunnar afturkölluð og konan flutt á heilsugæslustöð, þar sem hún náði sér.