Innlent

Fljúgandi asparfræ áberandi víða á landinu

Siðustu daga hafa fljúgandi asparfræ verið áberandi víða á landinu. Nú er grasfrjókornatímabilið hálfnað, en það hófst óvenju snemma í ár. Í júní var magn frjókorna í lofti einnig óvenjumikið suma daga. Mikill erill er hjá ofnæmislæknum og er fjöldi sjúklinga mjög illa haldinn. Yfirgnæfandi hluti þeirra er með grasfrjókornaofnæmi.

Grasfrjókorn eru ósýnileg, en það er misskilningur að asparfræ valdi ofnæmi. Grasfrjókornatímabilið stendur hins vegar sem hæst þegar þau eru sýnileg og halda því margir að ofnæmi geti verið af völdum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×