Innlent

Jón Steinar myndi fagna opinberri rannsókn á upphafi Baugsmálsins

Í viðtali sem birtist við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í Viðskiptablaðinu í dag, segist hann telja eðlilegt ef gerð yrði opinber rannsókn á upphafi Baugsmálsins. Hann segist ekki vilja leggja mat á hvort lagaheimildir fyrir slíkri rannsókn séu fyrir hendi. „Persónulega myndi ég þó fagna því," sagði Jón Steinar í viðtalinu.

Í viðtali við Vísi segist Jón Steinar þar eiga við að mikið hefur verið rætt opinberlega um aðkomu hans að upphafi málsins, og hann vildi glaður að málið yrði rannsakað og útkljáð. „Ég legg ekki mat á hvort að lagaheimildir séu fyrir því, ég veit það ekki en það er hugsanlegt," sagði hann í samtali við Vísi í morgun.

Jón Steinar var lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers í upphafi málsins, en Jón Gerald var upphafsmaður Baugsmálsins. Mikið hefur verið rætt um aðkomu Jóns Steinars að málinu, sem og að aðrir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi beitt sér í því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×