Innlent

Ólympíumeistarinn á meðal alþjóðlegra afrekshlaupara í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis

NordicPhotos/GettyImages

Stefano Baldini, sigurvegari í maraþonhlaupi karla á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004, verður meðal keppenda í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis þann 18. ágúst næstkomandi. Baldini sigraði einnig í Evrópumeistaramótinu í Gautaborg árið 2006. Hann gerir ráð fyrir að hlaupa hálft maraþon hér á landi að þessu sinni.

Glitnir hefur boðið 9 alþjóðlegum afrekshlaupurum til landsins til að taka þátt í hlaupinu. Búast má við að með þáttöku erlendra afrekshlaupara verði gerð atlaga að brautarmetum Reykjavíkurmaraþonsins. Þátttaka erlendra afrekshlaupara er til þess fallin að vekja enn frekar áhuga almennings á hlaupinu.

Auk þess að bjóða erlendum afrekshlaupum að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu býður Glitnir, sem er aðalstyrktaraðili hlaupsins, peningaverðlaun fyrir fimm fyrstu karla og konur í hverri keppnisvegalengd. Að auki verða veitt sérstök verðlaun fyrir þrjá fyrstu Íslendingana í karla- og kvennaflokkum. Heildarverðlaunafé sem Glitnir býður eru 2.589.000 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×