Innlent

Kvennréttindafélag Íslands afhjúpar minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttir

Þann 28. júní síðastliðinn afhjúpaði Kvennréttindafélag Íslands minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur við hátíðlega athöfn. Minnisvarðinn er staðsettur á fæðingarstað hennar að Haukagili í Vatnsdal, A-Húnavatnssýslu.

Kvennréttindafélag Íslands ákvað að minnast Bríetar með þessum hætti á aldarafmæli félagsins en félagið var stofnað árið 1907 á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og var hún fyrsti formaður félagsins og gengdi þeirri stöðu í 20 ár. Auk þess var Bríet ein fjögurra kvenna sem voru fyrstar kosnar inn í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1908. Einnig var Bríet fyrst íslenskra kvenna til að halda opinberan fyrirlestur árið 1887.

Hreppsnefnd Húnavatnshrepps og eigandi Haukagils komu einnig að undirbúningi og uppsetningu minnisvarðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×