Innlent

Sandsíli fækkar við Eyjar

Enn minna af sandsíli virðist vera umhverfis Vestmannaeyjar en á sama tíma í fyrra, samkvæmt fyrstu fregnum af sandsílarannsóknum Hafrannsóknastofnunar á svæðinu. Sandsílið er þýðingarmesta fæða lundans og hefur stórlega dregið úr varpi hans tvö ár í röð.

Lundaveiðimenn í Eyjum hafa ákveðið að draga verulega úr veiðinni í sumar til að hlífa stofninum við þessar aðstæður. Þá er skorti á sandsíli líka kennt um afar lélegt kríuvarp suðvestanlands í ár og í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×