Íslenski boltinn

Jón Oddur og Jakob Jóhann bæta met í 50m bringusundi

Jón Oddur Sigurðsson synti í morgun 50m bringusund í undanrásum á danska opna meistaramótinu og setti nýtt íslandsmet á tímanum 28,71 sek. Hann bætti rúmlega 2 ára gamalt met Jakobs Jóhanns Sveinssonar sem var 28,86 sek.

Einni og hálfri mínútu seinna synti fyrrverandi methafinn Jakob Jóhann sömu grein og gerði sér lítið fyrir og og synti einnig á tímanum 28,71 sek. Bættu þeir því báðir metið og eru sameigendur metsins. Þeir tryggðu sér báðir sæti í undanúrslitum sem fara fram klukkan 15:00 í dag.

Stemmningin innan landsliðs Íslands er góð á mótinu, og eru sundmenn mjög einbeittir og ákveðnir að sögn Brian Marshall, verkefnastjóra landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×