Innlent

Undrast yfirlýsingar Geysir Green Energy

Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar undrast yfirlýsingar forystumanna Geysis Green Energy og þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að hugsanleg kaup Orkuveitu Reykjavíkur á hlut tveggja bæjarfélaga í Hitaveitu Suðurnesja, stríði gegn stefnu ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu orkufyrirtækja.

Bendir hreyfingin á að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er hvergi minnst á einkavæðingu orkufyrirtækja. Auk þess telji hreyfingin heppilegast að orkufyrirtækin verði áfram í opinberri eigu og að þau einbeiti sér að því að veita almenningi vatn og rafmagn á sem hagstæðustum kjörum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×