Innlent

Fyrsta einbýlishúsið tekið í notkun að Sólheimum

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Reynir Pétur og Pétur Sveinbjarnarson stjórnarformaður Sólheima.
Reynir Pétur og Pétur Sveinbjarnarson stjórnarformaður Sólheima.

Fyrsta einbýlishúsið sem byggt er gagngert fyrir fólk með þroskahömlun var tekið í notkun að Sólheimum síðastliðinn fimmtudag. Styrktarsjóður Sólheima á húsið, en sjóðurinn hefur staðið fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis að Sólheimum síðastliðin 20 ár. Húsið er 117 fermetrar að stærð.

Fyrstu íbúar Grænhóls, en svo nefnist nýja húsið er sambýlisfólkið Reynir Pétur og Hanna M. Haraldsdóttir. Það er von Sólheima að á næstu árum muni takast að byggja fleiri ámóta einbýlishús fyrir sambýlisfólk að Sólheimum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×