Innlent

Bruni í Tréverkshúsinu á Bíldudal rannsakaður sem íkveikja

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Vettvangsrannsókn lögreglunnar á vestfjörðum sýnir að eldur hafi verið borinn að Tréverkshúsinu að Litlu Eyri á Bíldudal þann 20. febrúar síðastliðinn. Málið er því rannsakað sem íkveikja. Eldsvoðans varð vart skömmu fyrir hádegi og brann tæplega 600 fermetra iðnaðarhúsnæði til grunna.

Í frétt bb.is frá þessum degi kemur fram að slökkvistarf hafi farið heldur seint af stað þar sem slökkvibíllinn á Bíldudal var rafmagnslaus þegar til átti að taka. Hann komst þó í gang og á brunastað en þá varð skortur á vatni.

Lögreglan á Vestfjörðum vinnur enn að rannsókn málsins og hvetur alla þá sem hugsanlega búa yfir vitneskju um eldsvoðann eða tildrög hans að hafa samband í síma 450-3730 (lögreglan á Ísafirði) eða 450-3744 (lögreglan á Patreksfirði).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×