Innlent

Áhöfn Elínar bjargað á Kattegat

Tíu manna áhöfn norska flutningaskipsins Elínar var bjargað um borð í þyrlu í gærmorgun eftir að leki kom að vélarrúmi skipsins þegar það var statt á Kattegat, á leið frá Árósum í Danmörku til Íslands.

Í tilkynningu frá Eimskip, sem er með skipið á leigu, segir að tekist hafi að draga það til hafnar í Danmörku og að farmurinn sé óskemmdur. Verið sé að meta hvort skipið verði brátt haffært á ný, eða hvort farmurinn verði fluttur hingað til lands með örðu skipi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×