Innlent

Umferðarstofa hvetur bílstjóra til að sýna bifhjólamönnum tillitssemi

MYND/365

Umferðarstofa hefur sent frá sér tilkynningu vegna andúðar og tillitsleysi bílstjóra í garð bifhjólamanna.

Að undanförnu hefur mikið verið rætt um hraðakstur bifhjólamanna. Lítið hefur hins vegar borið á réttmætri gagnrýni á hegðun margra bílstjóra í umgengni sinni við bifhjólamenn.

Umferðarstofu hafa borist fregnir af óbeislaðri og óheftri andúð einstaka bílstjóra gegn bifhjólafólki. Sumir þeirra fá útrás fyrir fordóma sína gegn bifhjólamönnum með því að veita þeim ekki vísvitandi þá tillitsemi í umferðinni sem eðlileg er.

Í flestum tilfellum er um óviljaverk að ræða en hvort sem er getur þetta haft alvarlegar afleiðingar. Mikilvægt er að bílstjórar taki tillit til þess að bifhjólamenn eru stór hluti vegfarenda og þeir hafa sama rétt í umferðinni og aðrir, og eru flestir til fyrirmyndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×