Innlent

Sjávarútvegsráðherra enn óákveðinn

Ríkisstjórnarfundi lauk laust fyrir klukkan ellefu án þess að sjávarútvegsráðherra legði fram skiptingu kvótans fyrir næsta fiskveiðiár. Fundurinn átti að hefjast klukkan hálf tíu, en hófst ekki fyrr en rúmlega tíu, að Samfylkingarráðherrarnir mættu. Þeir höfðu setið á fundi annarsstaðar síðan klukkan átta í morgun og meðal annars fengið sjávarútvegsráðherra á þann fund.

Ekki liggur fyrir hvenær endanlegar niðurstöður verða kynntar en veruleg andstaða hefur komið víða að við tillögur Hafrannsóknarstofnunar um skerðingu þorskkvótans um þriðjung.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×