Innlent

Óvenjumikið af frjókornum í loftinu

Óvenju mikið er af frjókornum í loftinu núna, mun fyrr en venjulega. Margrét Hallsdóttir, sem hefur umsjón með frjókornamælingum Náttúrufræðistofnunar segir í viðtali við Fréttablaðið að ástæðan sé hversu hlýtt og þurrt hafi verið að undanförnu.

Yfirleitt er aðaltími grasfrjóa frá tíunda júlí og fram að mánaðamótum, en í sumar voru þau hátt í hálfum mánuði fyrr á ferðinni, ofnæmissjúklingum til mikils ama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×