Innlent

Ræðst í dag hvort Hafnarfjörður og Reykjanesbær nýti forkaupsrétt í Hitaveitu Suðurnesja

Gissur Sigurðsson skrifar
Það ræðst væntanlega á bæjarstjórnarfundum í Hafnarfirði og Reykjanesbæ í dag hvort bæjarfélögin muni nýta forkaupsrétt í Hitaveitu Suðrunesja.

Frestur þeirra til að ákveða sig rennur út á morgun. Ef bæjarstjórnirnar ná ekki samkomulagi um að kaupa 34 prósnet, eða ráðandi meirihluta í félaginu, mun að líkindum ekkert verða af kaupum þeirra þannig að hlutafélagið Geysir Green Energy komi inn í kaupin.

Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ hefur sagt að hann geti hugsað sér eignaðaðild Geysir Green Energy í Hitaveitunni, en andstaða við það viðrist vera meiri í Hafnarfirði.

Stjórn Vinstri grænna í Hafnarfirði lýsir fullum stuðningi við yfirlýsingar fulltrúa Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja um að Hafnarfjörður neyti forksupsréttar síns í fyrirtækinu. Vinstri grænir í Hafnarfirði segjast leggja áherslu á að varðveita megin markmið um almannahagsmuni og gæta hags neytenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×