Fjölmennar kertavökur til minningar um Lúkas 29. júní 2007 10:59 Minningarvaka á Geirsnefi MYND/Rósa Milli hundrað og fimmtíu og tvö hundruð manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík klukkan átta í gærkvöldi þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Um hundrað manns hittust hjá Blómavali og Húsasmiðjunni á Akureyri og var eigandi Lúkasar, Kristjana Margrét Svansdóttir, þar á meðal. Vökur voru einnig haldnar á fleiri stöðum á landinu, meðal annars í Hveragerði. Minningarvakan á Geirsnefi fór þannig fram að nafn hundsins var letrað á staur og var blómum og kertum raðað í kring. Þögul stund var í eina mínútu og á eftir var fólki boðið að koma upp og segja nokkur orð. Margir tóku til máls en aðallega var rætt um baráttumál dýraverndunarsinna. Að sögn Freyju Kristjánsdóttur sem sá um að skipuleggja vökuna var ekki mikið rætt um drengina sem frömdu verknaðinn heldur almennt um illa meðferð á dýrum og nauðsyn þess að aðhafast í þeim efnum. Kona sem vildi ekki láta nafns síns getið stofnaði sjóð í nafni Tryggs, hagsmunasamtaka hunda. Stofnfé í sjóðnum er hundrað þúsund krónur og verður féð notað til að gera upplýsingabæklinga um réttindi dýra og hvernig á að umgangast þau. Vonast er til að sjóðurinn vindi upp á sig og að hann geti meðal annars staðið straum af lögfræðikostnaði þeirra sem þurfa að fara í mál vegna illrar meðferðar á dýrum. Innlent Lúkasarmálið Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Milli hundrað og fimmtíu og tvö hundruð manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík klukkan átta í gærkvöldi þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Um hundrað manns hittust hjá Blómavali og Húsasmiðjunni á Akureyri og var eigandi Lúkasar, Kristjana Margrét Svansdóttir, þar á meðal. Vökur voru einnig haldnar á fleiri stöðum á landinu, meðal annars í Hveragerði. Minningarvakan á Geirsnefi fór þannig fram að nafn hundsins var letrað á staur og var blómum og kertum raðað í kring. Þögul stund var í eina mínútu og á eftir var fólki boðið að koma upp og segja nokkur orð. Margir tóku til máls en aðallega var rætt um baráttumál dýraverndunarsinna. Að sögn Freyju Kristjánsdóttur sem sá um að skipuleggja vökuna var ekki mikið rætt um drengina sem frömdu verknaðinn heldur almennt um illa meðferð á dýrum og nauðsyn þess að aðhafast í þeim efnum. Kona sem vildi ekki láta nafns síns getið stofnaði sjóð í nafni Tryggs, hagsmunasamtaka hunda. Stofnfé í sjóðnum er hundrað þúsund krónur og verður féð notað til að gera upplýsingabæklinga um réttindi dýra og hvernig á að umgangast þau. Vonast er til að sjóðurinn vindi upp á sig og að hann geti meðal annars staðið straum af lögfræðikostnaði þeirra sem þurfa að fara í mál vegna illrar meðferðar á dýrum.
Innlent Lúkasarmálið Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira