Minnihluti borgarstjórnar leggst gegn orkusölu til álvers í Helguvík 28. júní 2007 18:38 Helguvík MYND/365 Samningur um sölu orku frá Orkuveitu Reykjavíkur til álvers í Helguvík var samþykktur í borgarráði í dag gegn atkvæðum minnihluta borgarstjórnar. Samfylkingin lét bóka að samningurinn þýði að nær allir virkjunarkostir sem Orkuveitan hefur skoðað verði bundnir í orkusölu til stóriðju. Vinstri græn sakna aðkomu ríkisstjórnarinnar að stóriðjumálum og segja að það virðist nær sama hvaða Framsóknarflokkur er með Sjálfstæðisflokknum við völd. Samningurinn felur í sér sölu á eitthundrað megavöttum til Helguvíkur og forkaupsrétt að sjötíu og fimm megavöttum að auki. Samfylkingin lét meðal annars bóka að þetta væri óráðlegt þar sem ekki lægi fyrir hvort Orkuveitan yrði bundin af samningi um sölu á 200 megavöttum til stækkunar álversins í Straumsvík. Nær allir þeir virkjunarkostir sem Orkuveitan hefur verið að skoða séu nú bundir í samningum vegna stóriðju. Lítið verði eftir fyrir annað svo sem netþjónabúi nema horfið verði frá áformum um aukna sölu inn á almennan markað. Síðast en ekki síst vanti umhverfismat, mat á verndargildi og lögformleg leyfi fyrir virkjunum sem séu fyrirhugaðar. Svandís Svavarsdóttir vinstri grænum segir að undiralda þeirrar stóriðjuvæðingar sem menn hafi fundið fyrir sé að skella á að fullum þunga. Almenningur hafi kosið hana burt í vor en á það sé ekki hlustað. Ekki verði séð að álbræðsla í Helguvík, með tilheyrandi mengun, náttúruspjöllum og efnahagsáhrifum sé brýnasta verkefni forríkrar þjóðar. Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Samningur um sölu orku frá Orkuveitu Reykjavíkur til álvers í Helguvík var samþykktur í borgarráði í dag gegn atkvæðum minnihluta borgarstjórnar. Samfylkingin lét bóka að samningurinn þýði að nær allir virkjunarkostir sem Orkuveitan hefur skoðað verði bundnir í orkusölu til stóriðju. Vinstri græn sakna aðkomu ríkisstjórnarinnar að stóriðjumálum og segja að það virðist nær sama hvaða Framsóknarflokkur er með Sjálfstæðisflokknum við völd. Samningurinn felur í sér sölu á eitthundrað megavöttum til Helguvíkur og forkaupsrétt að sjötíu og fimm megavöttum að auki. Samfylkingin lét meðal annars bóka að þetta væri óráðlegt þar sem ekki lægi fyrir hvort Orkuveitan yrði bundin af samningi um sölu á 200 megavöttum til stækkunar álversins í Straumsvík. Nær allir þeir virkjunarkostir sem Orkuveitan hefur verið að skoða séu nú bundir í samningum vegna stóriðju. Lítið verði eftir fyrir annað svo sem netþjónabúi nema horfið verði frá áformum um aukna sölu inn á almennan markað. Síðast en ekki síst vanti umhverfismat, mat á verndargildi og lögformleg leyfi fyrir virkjunum sem séu fyrirhugaðar. Svandís Svavarsdóttir vinstri grænum segir að undiralda þeirrar stóriðjuvæðingar sem menn hafi fundið fyrir sé að skella á að fullum þunga. Almenningur hafi kosið hana burt í vor en á það sé ekki hlustað. Ekki verði séð að álbræðsla í Helguvík, með tilheyrandi mengun, náttúruspjöllum og efnahagsáhrifum sé brýnasta verkefni forríkrar þjóðar.
Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira