Minnihluti borgarstjórnar leggst gegn orkusölu til álvers í Helguvík 28. júní 2007 18:38 Helguvík MYND/365 Samningur um sölu orku frá Orkuveitu Reykjavíkur til álvers í Helguvík var samþykktur í borgarráði í dag gegn atkvæðum minnihluta borgarstjórnar. Samfylkingin lét bóka að samningurinn þýði að nær allir virkjunarkostir sem Orkuveitan hefur skoðað verði bundnir í orkusölu til stóriðju. Vinstri græn sakna aðkomu ríkisstjórnarinnar að stóriðjumálum og segja að það virðist nær sama hvaða Framsóknarflokkur er með Sjálfstæðisflokknum við völd. Samningurinn felur í sér sölu á eitthundrað megavöttum til Helguvíkur og forkaupsrétt að sjötíu og fimm megavöttum að auki. Samfylkingin lét meðal annars bóka að þetta væri óráðlegt þar sem ekki lægi fyrir hvort Orkuveitan yrði bundin af samningi um sölu á 200 megavöttum til stækkunar álversins í Straumsvík. Nær allir þeir virkjunarkostir sem Orkuveitan hefur verið að skoða séu nú bundir í samningum vegna stóriðju. Lítið verði eftir fyrir annað svo sem netþjónabúi nema horfið verði frá áformum um aukna sölu inn á almennan markað. Síðast en ekki síst vanti umhverfismat, mat á verndargildi og lögformleg leyfi fyrir virkjunum sem séu fyrirhugaðar. Svandís Svavarsdóttir vinstri grænum segir að undiralda þeirrar stóriðjuvæðingar sem menn hafi fundið fyrir sé að skella á að fullum þunga. Almenningur hafi kosið hana burt í vor en á það sé ekki hlustað. Ekki verði séð að álbræðsla í Helguvík, með tilheyrandi mengun, náttúruspjöllum og efnahagsáhrifum sé brýnasta verkefni forríkrar þjóðar. Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Samningur um sölu orku frá Orkuveitu Reykjavíkur til álvers í Helguvík var samþykktur í borgarráði í dag gegn atkvæðum minnihluta borgarstjórnar. Samfylkingin lét bóka að samningurinn þýði að nær allir virkjunarkostir sem Orkuveitan hefur skoðað verði bundnir í orkusölu til stóriðju. Vinstri græn sakna aðkomu ríkisstjórnarinnar að stóriðjumálum og segja að það virðist nær sama hvaða Framsóknarflokkur er með Sjálfstæðisflokknum við völd. Samningurinn felur í sér sölu á eitthundrað megavöttum til Helguvíkur og forkaupsrétt að sjötíu og fimm megavöttum að auki. Samfylkingin lét meðal annars bóka að þetta væri óráðlegt þar sem ekki lægi fyrir hvort Orkuveitan yrði bundin af samningi um sölu á 200 megavöttum til stækkunar álversins í Straumsvík. Nær allir þeir virkjunarkostir sem Orkuveitan hefur verið að skoða séu nú bundir í samningum vegna stóriðju. Lítið verði eftir fyrir annað svo sem netþjónabúi nema horfið verði frá áformum um aukna sölu inn á almennan markað. Síðast en ekki síst vanti umhverfismat, mat á verndargildi og lögformleg leyfi fyrir virkjunum sem séu fyrirhugaðar. Svandís Svavarsdóttir vinstri grænum segir að undiralda þeirrar stóriðjuvæðingar sem menn hafi fundið fyrir sé að skella á að fullum þunga. Almenningur hafi kosið hana burt í vor en á það sé ekki hlustað. Ekki verði séð að álbræðsla í Helguvík, með tilheyrandi mengun, náttúruspjöllum og efnahagsáhrifum sé brýnasta verkefni forríkrar þjóðar.
Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira