Innlent

Fuglalíf á Hornbjargi á undanhaldi

Fuglalíf í Hornbjargi er á hröðu undanhaldi vegna ágangs refs og áætlar Tryggvi Guðmundsson frá Ísafirði að um eitt hundrað þúsund fuglar hafi misst varpsvæði sitt vegna þessa.

Hann segir í grein í Bændablaðinu að á tilteknu svæði sé lundinn alveg horfinn, sömuleiðis hvítmávurinn og fýlar séu aðeins á stangli. Lýsir hann eggjatökuferð á tiltekinn stað í bjarginu fyrir 30 árum þar sem um þúsund svartfuglsegg fengust en aðeins 13 egg í vor. Hann mótmælir friðun refsins á svæðinu enda raski hún lífríkinu stórlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×