Innlent

Rækjuvinnsla hefst aftur í Bolungarvík

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Þann 9. júlí næstkomandi mun Bakkavík hf. hefja rækjuvinnslu að nýju í Bolungarvík. 48 starfsmönnum rækjuvinnslunar var sagt upp í lok apríl. Bakkavík hefur nú keypt 500 tonn af frosinni rækju frá Færeyjum og Kanada.

Hráefnið mun duga í 4-5 vikur að sögn Agnars Ebeneserssonar, framkvæmdastjóra Bakkavíkur. Enn eru um 25 starfsmenn á launaskrá Bakkavíkur en 30 til 40 manns munu vinna í Bakkavík á meðan hráefnið endist. Ekki er vitað hvert framhaldið verður þegar það klárast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×