
Innlent
Brenndist í Strokki
Erlendur ferðamaður brenndist á fótum þegar brennandi heitt vatn úr goshvernum Strokki á Geysissvæðinu skvettist á hann í gær. Samferðamenn hans lögðu af stað með hann áleiðist til Reykjavíkur, en stöðvuðu á leiðinni vegfaranda, sem gat komið hinum brennda í kælingu. Síðan var hann sóttur á sjúkrabíl og búið um sár hans á Landsspíalanum. Hann hlaut annars stigs bruna og mun verða nokkrar vikur að jafna sig.