Hatton rotaði Castillo í fjórðu lotu 24. júní 2007 11:53 Ricky Hatton fagnar rothögginu í fjórðu lotu NordicPhotos/GettyImages Englendingurinn Ricky Hatton olli 10,000 stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum í nótt þegar hann sigraði Jose Luis Castillo með yfirburðum í Las Vegas í nótt. Fyrirfram var búist við jöfnum bardaga en hann var eign Hatton frá upphafi til enda. Hatton var ákaft fagnað af fjölda Englendinga sem fylgdu honum yfir hafið og þar á meðal voru kappar eins og Wayne Rooney, Robbie Williams og Vinnie Jones. Hatton byrjaði af miklum krafti og saumaði að Castillo fyrstu þrjár loturnar og setti hann í strigann með föstu skrokkhöggi í fjórðu lotunni. Þetta var í fyrsta skipti á 17 ára ferli Castillo sem hann fór í gólfið. Yfirburðir Hatton í bardaganum hafa strax orðið til þess að nú kalla menn á að hann mæti Floyd Mayweather, sem reyndar lofaði að hann væri hættur eftir að hann lagði Oscar de la Hoya á dögunum. Þeir Wayne Rooney hjá Manchester United og goðsögnin Marco Antonio Barrera báru meistarabeltin inn í hringinn fyrir Hatton, sem gekk inn í hringinn í mexíkóskum galla undir m.a. stuðningsmannalagi Manchester City - Blue Moon. "Ég gerði mig kláran í 12 mínútna eldraun í kvöld og ég held að það hafi komið fljótlega í ljós hvað ég undirbjó mig vel. Ég einbeitti mér að því að fara í skrokkinn á honum og ég landaði einhverjum bestu skotum sem ég hef hitt á ferlinum í kvöld. Það voru betri tilþrif í þessum fjórum lotum en í síðustu sex bardögum hjá Floyd Mayweather," sagði Ricky Hatton ánægður eftir sigurinn. Þess má geta að bróðir Hatton, Matthew, var líka að berjast í Las Vegas fyrr um kvöldið og hann sigraði Portó Ríkó-manninn Edwin Vazquez á stigum. Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir úr bardaganum. Hatton fór á kostum í bardaganum í nóttNordicPhotos/GettyImagesHatton og Wayne RooneyNordicPhotos/GettyImagesSigurhöggiðNordicPhotos/GettyImages Box Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Hart barist um sæti í úrslitakeppni Í beinni: KR - Haukar | KR-ingar á tæpasta vaði Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Í beinni: Valur - Grindavík | Liðin sem börðust um titilinn Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira
Englendingurinn Ricky Hatton olli 10,000 stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum í nótt þegar hann sigraði Jose Luis Castillo með yfirburðum í Las Vegas í nótt. Fyrirfram var búist við jöfnum bardaga en hann var eign Hatton frá upphafi til enda. Hatton var ákaft fagnað af fjölda Englendinga sem fylgdu honum yfir hafið og þar á meðal voru kappar eins og Wayne Rooney, Robbie Williams og Vinnie Jones. Hatton byrjaði af miklum krafti og saumaði að Castillo fyrstu þrjár loturnar og setti hann í strigann með föstu skrokkhöggi í fjórðu lotunni. Þetta var í fyrsta skipti á 17 ára ferli Castillo sem hann fór í gólfið. Yfirburðir Hatton í bardaganum hafa strax orðið til þess að nú kalla menn á að hann mæti Floyd Mayweather, sem reyndar lofaði að hann væri hættur eftir að hann lagði Oscar de la Hoya á dögunum. Þeir Wayne Rooney hjá Manchester United og goðsögnin Marco Antonio Barrera báru meistarabeltin inn í hringinn fyrir Hatton, sem gekk inn í hringinn í mexíkóskum galla undir m.a. stuðningsmannalagi Manchester City - Blue Moon. "Ég gerði mig kláran í 12 mínútna eldraun í kvöld og ég held að það hafi komið fljótlega í ljós hvað ég undirbjó mig vel. Ég einbeitti mér að því að fara í skrokkinn á honum og ég landaði einhverjum bestu skotum sem ég hef hitt á ferlinum í kvöld. Það voru betri tilþrif í þessum fjórum lotum en í síðustu sex bardögum hjá Floyd Mayweather," sagði Ricky Hatton ánægður eftir sigurinn. Þess má geta að bróðir Hatton, Matthew, var líka að berjast í Las Vegas fyrr um kvöldið og hann sigraði Portó Ríkó-manninn Edwin Vazquez á stigum. Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir úr bardaganum. Hatton fór á kostum í bardaganum í nóttNordicPhotos/GettyImagesHatton og Wayne RooneyNordicPhotos/GettyImagesSigurhöggiðNordicPhotos/GettyImages
Box Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Hart barist um sæti í úrslitakeppni Í beinni: KR - Haukar | KR-ingar á tæpasta vaði Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Í beinni: Valur - Grindavík | Liðin sem börðust um titilinn Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira