Innlent

Rúmlega 9.200 lýst yfir stuðningi við Alfreð

Jónas Haraldsson skrifar
Alfreð sést hér í leiknum á móti Serbíu á dögunum.
Alfreð sést hér í leiknum á móti Serbíu á dögunum. MYND/Anton Brink

Rúmlega 9.200 manns hafa nú skráð sig á undirskriftalista á Vísi þar sem Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handbolta, er hvattur til þess að halda áfram með landsliðið. Vefsíðan Áfram Alfreð var sett upp klukkan 19:00 á miðvikudagskvöldið var. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali við Vísi að þetta væri fyrst og fremst stuðningsyfirlýsing við Alfreð og starf hans með landsliðið.

„Þetta kemur okkur ekkert á óvart. Almenningur er greinilega sammála okkur," sagði Einar. „Hann fær sinn tíma til þess að hugsa þessi mál og það er bara sjálfsagt mál. Alfreð er okkar fyrsti kostur," sagði hann síðan að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×