Körfubolti

Leikmaður Grindavíkur féll á lyfjaprófi

Eftur viðureign Grindavíkur og Skallagríms þann 16. mars síðastliðinn í úrslitum Íslandsmótsins voru tekin lyfjapróf af fjórum leikmönnum liðanna. Einn þeirra, Sigurður F. Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur, féll á lyfjaprófinu en hann viðurkenndi að hafa reykt kannabis sex dögum fyrir umræddan leik.

Leifar af kannabisefnum fundust í sýni hans. Fram kemur í úrskurði lyfjadómstólsins að Sigurður hafi komið fram af hreinskilni við félag sitt og þjálfara strax að loknu lyfjaeftirliti og greint frá því að möguleii væri að hann félli á lyfjaprófinu og var settur í bráðabirgðabann í kjölfarið af þjálfara Grindavíkur. Þess má geta að Sigurður var aðallega varamaður í Grindavíkurliðinu Leikmaðurinn var dæmdur í 6 mánaða keppnisbann af lyfjadómstól ÍSÍ frá 1. júní til 1. desember. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×