Fótbolti

Byrjunarlið Íslendinga gegn Serbum

Stelpurnar sjást hér fagna markinu gegn Frökkum á dögunum.
Stelpurnar sjást hér fagna markinu gegn Frökkum á dögunum. MYND/Daníel R.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið kvennalandsliðsins er mætir Serbum. Leikurinn er liður í undankeppni EM og hefur íslenska liðið unnið báða leiki sína til þessa í riðlinum. Serbneska liðið hefur spilað einn leik og vann hann.

Byrjunarliðið er svo skipað (4-4-1-1)

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir

Hægri bakvörður: Sif Atladóttir

Vinstri bakvörður: Guðný Óðinsdóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir

Vinstri kantur: Greta Mjöll Samúelsdóttir

Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir

Sóknartengiliður: Margrét Lára Viðarsdóttir

Framherji: Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði

Miðasala á leikinn er hafin á netinu. Miðinn kostar 1000 krónur en frítt er fyrir 16 ára og yngri. Frjálst sætaval er í vesturstúkunni. Einnig er hægt að kaupa miða á Laugardalsvelli í kvöld.

Leiktíminn er nokkuð óvenjulegur að því leyti að leikurinn hefst ekki fyrr en kl. 21:15. Er þessi leiktími kominn til vegna þess að fyrr um kvöldið fer fram setningarathöfn Alþjóðaleika ungmenna á Laugardalsvelli.

Aldrei verður of oft sagt hversu stuðningur áhorfenda getur skipt miklu máli. Vísir vill hvetja landsmenn til þess að mæta og láta stelpurnar finna fyrir stuðningi okkar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×