Innlent

Deilt um úrskurð Blaðamannafélagsins

Jónína Bjartmarz segir að útvarpsstjóri sé ábyrgur fyrir broti Kastjóss gegn siðareglum Blaðamannafélagsins og hann verði að axla ábyrð. Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss, segir siðanefnd byggja niðurstöðu sína á röngum forsendum og vill nýjan úrskurð.

Í úrskurði siðanefndar blaðamannafélags Íslands kemur fram að Ríkisútvarpið og Helgi Seljan fréttamaður hafi brotið alvararlega gegn ákvæðum siðareglna félagsins í umfjöllun Kastljóss. Málið snérist um veitingu ríkisborgararéttar til unnustu sonar Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra. Jónína Bjartmarz segir að þegar ný lög voru sett um ríkisútvarpið ohf. Þá hafi verið mikið fjallað á vettvangi þingsins um hvernig opinbert hlutafélag með pólitískt skipaðan útvarpsstjóra ætlaði að sinna því veigamikla hlutverki að vinna í almannaþágu:

Þórhallur Gunnarsson gagnrýnir harðlega að siðanefndin hafi fundið að því að Kastljós hafi nefnt að Jónína Bjartmarz hefði beitt sér í þessu máli, það hafi Kastljós aldrei gert. Þá finnur hann að því að siðanefndin bendi á að tími umfjöllunarinnar hafi verið óheppilegur rétt fyrir kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×