Innlent

Íslandpóstur í átak

MYND/Íslandspóstur

Íslandspóstur hefur ráðist í átak til að vekja almenning, húsbyggjendur og verktaka til umhugsunar um byggingareglugerð er varðar póstlúgur og póstkassasamstæður. Á undanförnum árum hefur orðið töluverður misbrestur á að farið sé að settum reglum þegar kemur að staðsetningu bréfalúga og póstkassa. Þetta veldur bréfberum erfiðleikum og getur leitt til þess að póstur til einstaklinga berist illa eða ekki.

Hver bréfberi ber að meðaltali út póst í um það bil 400 bréfalúgur daglega. Ýmis vandamál koma upp við útburð póstsins. Má þar nefna að póstkassar og bréfalúgur eru ómerktar og stundum of litlar, póstlúgur eru of neðarlega á útidyrahurðum og póstkassasamstæður eru ekki settar upp við sameiginlegan inngang fjölbýlishúsa sem gerir það að verkum að bréfberi þarf að ganga upp allar hæðir.

Í ljósi þessa og í ljósi aukinnar umræðu og gott starfsumhverfi hefur Íslandspóstur ákveðið að ráðast í átak til þess að vekja fólk til umhugsunar um póstlúgur og póstkassasamstæður. Mikil áhersla er lögð á að vinna með viðskiptavinum Íslandspósts að farsælli lausn.

Íslandspóstur hefur einnig leitað eftir samstarfi við byggingafulltrúann í Reykjavík, um að hvetja verktaka og húsbyggjendur til þess að fylgja byggingarreglugerð strax í upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×