Innlent

Borgarstjóri opnaði Elliðaárnar í morgun

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri opnaði í morgun Elliðaárnar þegar hann renndi fyrir laxi fyrstu manna þetta sumarið. Hefð er fyrir því að borgarstjórinn í Reykjavík opni árnar en ekki hafa borist fregnir af því hvort Vilhjálmi hafi orðið ágengt. Veiðitímabilið í Elliðaánum stendur til 1. september en ákveðið var í vetur að takmarka laxveiðar í ánum vegna nýrnaveikissmits sem greindist í klaklaxi í ánum.

Verður hámarksfjöldi veiddra laxa hvern hálfan dag í sumar þrír laxar í stað fjögurra. Laxveiðin í Elliðaánum síðastliðið sumar var 900 laxar og þar af var 841 fiskur af náttúrulegum stofni Elliðaánna en 59 voru afrakstur seiðasleppinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×