Toney í bann vegna steraneyslu

Þrefaldi heimsmeistarinn James Toney hefur verið dæmdur í eins árs keppnisbann frá hnefaleikum eftir að hafa í annað skipti á ferlinum fallið á lyfjaprófi vegna steraneyslu. Toney féll á lyfjaprófinu í maí eftir að hann sigraði Danny Bathelder í bardaga, en sá féll reyndar einnig á lyfjaprófi sem tekið var fyrir bardagann. Toney er 38 ára gamall og hefur verið atvinnumaður í nær tvo áratugi.