Fimmtán ára piltur hlaut opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á óskráðu torfæruhjóli, innanbæjar í Hveragerði í gærkvöldi og hafnaði á ljósastaur. Hann var fluttur á Slysadeild Landspítalans, þar sem hann dvelur enn.
Höggið var mikið en hjálmur og góður hlífðarbúnaður kom í veg fyrir að hann slasaðist meira að mati lögreglu. Unglingar mega aka slíkum hjólum á lokuðum æfingabrautum undir eftirliti foreldra en ítrekað berast kvartanir bæði frá Hveragerði og Þorlákshöfn um að unglingar á torfæruhjólum séu að aka um götur og gangstíga í bæjunum.