Innlent

Björn Ingi kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknarflokksins

MYND/Visir

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi úr Reykjavík, var kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknarflokksins. Kjörið fór fram á fundi ráðsins sem haldinn var í tengslum við miðstjórnarfund Framsóknarflokksins í gær.

Elín R. Líndal, sveitarstjórnarmaður úr Húnaþingi vestra, var kjörin varaformaður ráðsins og Eysteinn Jónsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, var kjörinn ritari.

Sigrún Aspelund, Garðabæ, Marsibil Sæmundardóttir, Reykjavík og Gerður Jónsdóttir, Akureyri voru kjörin í varastjórn sveitarstjórnarráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×