Innlent

Orkuveitan segir samning við Norðurál mjög hagstæðan

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sendi í dag frá sér tilkynningu vegna umræðu um raforkuverð til Norðuráls Helguvíkur sf. Í tilkynningunni er fullyrt að mesta framlegðin í starfsemi fyrirtækisins komi frá orkusölu til stóriðju. Einnig er sagt að samningurinn á milli OR og Norðuráls Helguvíkur sf. gefi hærra orkuverð en vanalega og sé mjög hagstæður fyrirtækinu.

Þá segja þeir ekki rétt að að þeir virkjanakostir sem OR hafi skoðað séu bundnir í stóriðju. Einnig er fullyrt að ekki sé rétt að fulltrúi VG í stjórn OR hafi gengið af fundi þegar að beiðni um að leynd af raforkuverði yrði aflétt var hafnað. Þá er sagt að sá fulltrúi hafi ekki viljað vita um orkuverðið en engu að síður samþykkt samninginn.

Hægt er að sjá tilkynninguna í heild sinni hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×