Innlent

Hjartavernd fyrir konur

Vera Einarsdóttir skrifar
Konur hvattar til umhugsunar um hjartavernd
Konur hvattar til umhugsunar um hjartavernd MYND/Vísir
Þann 16. júní næstkomandi fer hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ fram. Hjartavernd er aðalsamstarfsaðili hlaupsins í ár. Að því tilefni hefur stofnunin ásamt ÍSÍ og Lýðheilsustöð gefið út bæklinginn, Hreyfing er hjartans mál - hjartaprófið, sem er sérstaklega sniðinn að konum.

Tilgangurinn er að vekja konur til umhugsunar um það að hjarta- og æðasjúkdómar leggjast á konur ekki síður en karla. Þeir eru algengasta dánarorsök kvenna og dregur fleiri konur til dauða en allar tegundir krabbameina samanlagt.

Í bæklingnum er sjónum beint að kransæðasjúkdómum, áhættu og einkennum. Hreyfing og heilbrigðir lífshættir eru ein mikilvægasta forvörnin og virðist hreyfingin geta haft sérstaklega jákvæð áhrif fyrir konur. Ef konur hreyfa sig daglega minnka líkurnar á kransæðastíflu um 30%. Í bæklingnum kemur einnig fram að einkenni kransæðastíflu geta í sumum tilfellum verið önnur hjá konum en hjá körlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×