Innlent

Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps óánægð með úthlutun byggðakvóta

MYND/APF

Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps ályktaði gær að heildarmagn þess byggðakvóta sem úthlutað er kvótaárið 2006/2007 þurfi að vera mun meira ef aðgerðin á að hafa áhrif. Sveitarfélagið fékk 42 þorskígildistonn í sinn hlut. Í ályktuninni kemur fram að byggðarkvóti sé hugsaður til að styðja við þær sjávarbyggðir sem eigi í vök að verjast við atvinnuuppbygginu á grundvelli fiskvinnslu og fiskveiða.

Vopnafjörður hefur lagt mikið undir til að halda fiskvinnslu á staðnum. Íbúarnir eiga langstærstan hluta afkomu sinnar undir sjávarútvegi. Hreppsnefndin hvetur stjórnvöld til að sjá til þess að sú stefna sem rekin er í sjávarútvegi landsins skapi grunn að því að vinna við fiskveiðar og fiskvinnslu geti þróast með eðlilegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×