Innlent

Sniglarnir vilja víravegriðin niður

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Félagar í Sniglunum lokuðu hluta Suðurlandsvegar síðdegis í dag til að mótmæla vírvegriðum á veginum. Sniglarnir krefjast þess að þau verði tekin niður, en víravegriðin vekja ugg og skelfingu meðal mótorhjólamanna, segir Valdís Steinarrsdóttir, formaður Sniglanna.

Hópur manna úr Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglunum, safnaðist saman í rigningarsudda við víravegriðið í Svínahrauni laust fyrir klukkan fimm í dag til að mótmæla vegriðinu. Þetta eru dauðagildrur segja samtökin. Valdís Steinarrsdóttir, formaður Sniglanna, sagði í samtali við fréttastofu í dag að vegriðin vektu ugg meðal bifhjólamanna.

Ekkert væri vitað um áhrif þessara mannvirkja á mótorhjólafólk en það gefi auga leið að ef vírarnir geta skorið í sundur bíla þá geti menn ímyndað sér hvernig fari fyrir manneskju sem lendir á vegriðinu. Hún bendir á að 5300 mótorhjól hafi síðastliðið haust verið skráð á Íslandi. Þau séu orðin stór hluti af umferðarmenningunni og því krefjist samtökin þess vegriðin verði tekin niður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×