Innlent

Flytja opnun sýningar í Nauthólsvík vegna veðurs

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir ljós- og tölvumyndasýningu í Nauthólsvík í sumar. Áætlað hafði verið að opna sýninguna í Nauthólsvík í dag en vegna veðurs verður sýningin opnuð á lóð skólans við Ofanleiti. Hún verður síðan færð í Nauthólsvík og stendur þar í allt sumar. Myndir af framtíðarhúsnæði HR munu skreyta sýninguna sem verður staðsett við rætur Öskjuhlíðar. Þá er sýningunni ætlað að endurspegla framtíðarsýn skólans. Myndirnar verða settar á stöpla sem notaðir hafa verið fyrir ljósmyndasýningar í miðborginni undanfarin sumur. Nokkrir starfsmenn skólans munu leggjast til sunds í Nauthólsvíkinni klukkan 15 á morgun. Þannig hefur Sjósundfélag HR sumarfagnað skólans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×