Engin opinber hátíðarhöld verða á sjómannadaginn á Akureyri þar sem útgerðirnar í bænum vilja ekki lengur leggja neitt af mörkum til að svo megi verða.
Í viðtali við Fréttablaðið segir Konráð Alfreðsson formaður félagsins sorglegt að útgerðirnar sjái sér ekki lengur fært að styrkja sjómenn í einum stærsta útgerðarbæ landsins, um það lítilræði sem þurfi, til að geta haldið daginn hátíðlegan.