Lögreglumenn handtóku undir morgun ökumann, eftir að hann hafði ekið niður umferðarmerki og utan í nokkra bíla við Nýbýlaveg í Kópavogi. Hann var sofandi í bílnum þegar lögregla kom á vettvang en brást ókvæða við þegar hann var var vakinn.
Hann sparkaði í lögreglumann og tók síðan til fótanna en var hlaupinn uppi. Maðurinn er grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Verið er að kanna hversu miklu tjóni hann olli.