Innlent

Flest ungmenni sem beita önnur börn kynferðisofbeldi hafa sjálf verið misnotuð

Nær flest ungmenni undir átján ára aldri sem misnota börn kynferðislega, hafa sjálf verið misnotuð eða lifað við einhverskonar ofbeldi í uppvexti sínum. Þetta segir Robert E. Lango bandarískur meðferðarsérfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð barna á aldrinum 11-18 ára sem framið hafa kynferðisbrot gegn öðrum börnum.

Hann kemur hingað á vegum samtakanna Blátt áfram sem héldu ráðstefnu í vikunni þar sem rædd voru málefni barna og kynferðisbrot gegn þeim. Robert segir brotinn bakgrunn ungmenna helstu skýringuna á því að þau fremja kynferðisbrot gagnvart öðrum börnum. Hann segir flesta þá pilta og stúlkur í meðferðinni hjá sér hafa verið misnotuð í æsku.



Hann segir fleiri pilta misnota börn kynferðislega en stúlkur en þær eigi það einnig til. Misnotkunin geti verið mismunandi. Robert segir tvímælalaust hægt að hjálpa þeim sem beita önnur börn kynferðisofbeldi en mikilvægt sé að beita sálrænni meðferð frekar en fangelsirefsingu. Þá sé sérstaklega nauðsynlegt að foreldrar fylgist með óeðlilegri hegðun hjá börnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×