Aðstæður á Kárahnjúkum „hræðilegar“ Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 26. maí 2007 15:37 Fjölmiðlar í Portúgal fjalla í dag um ómannúðlega meðferð á starfsfólki sem vinnur á Kárahnjúkum. Dagblöðin Correio da Manha og Publico segja að meira en 100 Portúgalar vinni við afar slæmar aðstæður í göngunum 14 klukkutíma á dag. Forseti verkalýðsfélags í Portúgal segir aðstæður mannanna „hræðilegar." Vitnað er í starfsmann sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann var ráðinn tímabundið en hefur nú snúið aftur og segir meðferðina nálgast þrælahald. Mennirnir standi meðal annars í vatni upp að hnjám og mengun sé stundum það mikil að skyggni sé innan við 10 metra. Albano Ribeiro forseti verkalýðsfélagsins STCCN segir mennina vera látna vinna sjö daga vikunnar án þess að fá frí. Þeim sé gert að taka stutta matartíma inni í göngunum og maturinn sé varla bjóðandi. Hann sé búinn til af Kínverjum og samanstandi daglega af hrísgrjónum ásamt öðru en gæðin séu afar slæm. Þá sé aðstaðan þannig að á meðan þeir borði dropi auk þess á þá. Ribeiro segir að Portúgalarnir fái lægri laun en starfsfólk af öðru þjóðerni. Sem dæmi fái Ítalir þrjú þúsund evrum meira á mánuði fyrir sömu vinnu. Þess er einnig getið að Kínverjar og Pólverjar fái enn lægri laun en Portúgalarnir. Ómar R. Valdimarsson upplýsingafulltrúi Impregilo á Íslandi undrast að maður sem ekki hafi komið til Kárahnjúka geti tjáð sig jafnharkalega og raun ber vitni. Vitað mál sé að vatn renni í göngunum og að þar séu aðstæður erfiðar eðlis þeirra vegna. Mennirnir séu hins vegar vel búnir. Gert hafi verið átak í matarmálum eftir að grunur um matareitrun kom upp fyrr í vetur. Þá sé aðstaða til að neyta matar viðunandi og hreinlætisaðstaða í samræmi við lög. Ómar kannast ekki við 14 tíma vaktir eins og nafnlausi heimildarmaðurinn heldur fram. Farið sé eftir vinnulöggjöf þar sem vaktir séu þrískipta, átta tímar í senn. Að lokum taki virkjanasamningur Samtaka atvinnulífsins og ASÍ til allra verkamanna á Kárahnjúkum. Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Fjölmiðlar í Portúgal fjalla í dag um ómannúðlega meðferð á starfsfólki sem vinnur á Kárahnjúkum. Dagblöðin Correio da Manha og Publico segja að meira en 100 Portúgalar vinni við afar slæmar aðstæður í göngunum 14 klukkutíma á dag. Forseti verkalýðsfélags í Portúgal segir aðstæður mannanna „hræðilegar." Vitnað er í starfsmann sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann var ráðinn tímabundið en hefur nú snúið aftur og segir meðferðina nálgast þrælahald. Mennirnir standi meðal annars í vatni upp að hnjám og mengun sé stundum það mikil að skyggni sé innan við 10 metra. Albano Ribeiro forseti verkalýðsfélagsins STCCN segir mennina vera látna vinna sjö daga vikunnar án þess að fá frí. Þeim sé gert að taka stutta matartíma inni í göngunum og maturinn sé varla bjóðandi. Hann sé búinn til af Kínverjum og samanstandi daglega af hrísgrjónum ásamt öðru en gæðin séu afar slæm. Þá sé aðstaðan þannig að á meðan þeir borði dropi auk þess á þá. Ribeiro segir að Portúgalarnir fái lægri laun en starfsfólk af öðru þjóðerni. Sem dæmi fái Ítalir þrjú þúsund evrum meira á mánuði fyrir sömu vinnu. Þess er einnig getið að Kínverjar og Pólverjar fái enn lægri laun en Portúgalarnir. Ómar R. Valdimarsson upplýsingafulltrúi Impregilo á Íslandi undrast að maður sem ekki hafi komið til Kárahnjúka geti tjáð sig jafnharkalega og raun ber vitni. Vitað mál sé að vatn renni í göngunum og að þar séu aðstæður erfiðar eðlis þeirra vegna. Mennirnir séu hins vegar vel búnir. Gert hafi verið átak í matarmálum eftir að grunur um matareitrun kom upp fyrr í vetur. Þá sé aðstaða til að neyta matar viðunandi og hreinlætisaðstaða í samræmi við lög. Ómar kannast ekki við 14 tíma vaktir eins og nafnlausi heimildarmaðurinn heldur fram. Farið sé eftir vinnulöggjöf þar sem vaktir séu þrískipta, átta tímar í senn. Að lokum taki virkjanasamningur Samtaka atvinnulífsins og ASÍ til allra verkamanna á Kárahnjúkum.
Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira