Innlent

Hvetur til að hvítasunna verði þjóðahátíð

Karl Sigurbjörnsson biskup í ræðustóli.
Karl Sigurbjörnsson biskup í ræðustóli.

Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands hvetur presta til að gera messu hvítasunnunnar að þjóðahátíð kirkjunnar. Þar verði útlendingum og aðkomufólki boðið að lesa texta Postulasögunnar á sínu eigin tungumáli.

Það geti verið áminning um að andinn; „rjúfi múra og markalínur þjóðernis, menningarheima, tungumáls, trúarbragða og skapi samskilning og einingu." Þetta segir í fréttatilkynningu frá kirkjunni. Þá segir að helgar hátíðir og séu liður í því að boða mönnum „uppörvun til dáða."

Tilkynninguna má nálgast í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×