Í tilefni af aldarafmæli Kleppsspítala um helgina verður haldin viðamikil dagskrá á spítalanum í dag. Hún hefst klukkan ellefu með hugvekju séra Sigfinns Þorleifssonar. Að því loknu afhendir Reykjavíkurborg Kleppi listaverkið Pilt og stúlku eftir Ásmund Sveinsson.
Þá verður opið hús á Kleppi, Laugarási 71 og í Hátúni 10 A þar sem kynningarbásar hagsmunasamtaka geðfatlaðra verða. Dagskránni lýkur svo með Málþingi um fordóma gagnvart geðsjúkdómum í samkomusalnum á Kleppi klukkan tvö síðdegis.