Innlent

Síldin komin heim

Síld úr Norsk-íslenska síldarstofninum er nú í mun ríkari mæli innan íslensku efnahagslögsögunnar en verið hefur um áratuga skeið, samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar. Þetta er sami stofninn og bar uppi síldarævintýrið á sjöunda áratug síðustu aldar, sem endaði með algjöru hruni vegna ofveiði.

Stofninn hefur verði að rétta mjög úr kútunum síðastliðin ár og deila Norðmenn og Íslendingar um nýtingu á honum. Talið er að það styrki samningsstöðu Íslendinga hvað síldin er aftur farin að leita að Íslandsströndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×