Innlent

Kaupa ekki fisk frá hvalatengdum fyrirtækjum

Gissur Sigurðsson skrifar

Sjö leiðandi matvöruverslanakeðjur í Bretlandi hafa heitið því að kaupa ekki fisk frá fyrirtækjum sem tengjast hvalveiðum. Hvalur er stór hluthafi í Granda, sem er stærsta útgerðarfélag hér á landi.

Keðjurnar eru Waitrose, Tesco, Sainhsbury´s, Marks og Spencer, Co-up og Iceland, sem er að hluta til í eigu Baugs.

Ákvörðun verslanakeðjanna er að áyggjan hvalverendunarsamtakanna Whale and Dolphin Conservation Society.

Grandi mun vera eina íslenska fyrirtækið sem fellur undir þessa hótun vegna eignaraðildar Hvals. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri Granda, segist í viðtali við Fréttablaðið ekki hafa áhyggjur af þessu þar sem Grandi seldi þessum verslunum ekki beint, heldur aðallega veitingahúsum, og að kúnnahópur þeirra á þeim vettvangi sé sterkur.

Ekki liggur fyrir hvort kross eignarhald í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum verður kannað nánar, en samkvæmt þessu fer andstaðan við hvalveiðar harðnandi.

Bretar og fleiri ætla að beita sér mjög gegn veiðunum á Hvalveiðiráðstefnunni sem hefst innan skamms.

Poul Watson formaður Sea Shepheard samtakanna ætlar að senda skip sitt á Íslandsmið í sumar til að trufla hvalveliðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×