Innlent

Hnefastór ísköggull

Bóndinn í Lækjartúni í Ásahreppi í Rangárvallasýslu fann hnefastóran ísköggul eftir að haglél gekk þar yfir í gærmorgun, að því er Morgunblaðið greinir frá. Fréttastofunni er kunnugt um álíka atburð í Noregi fyrir hátt í fimmtán árum sem setti vísindasamfélagið í Noregi á annan endan.

Ítarlegar rannsóknir leiddu loks í ljós að köggulinn reyndist vera úr safntanki salerna í tiltekinni þotu frá KLM flugfélaginu. Ventill í tanknum hafði bilað og innihaldið frosið í köggla þegar það lagði af stað til jarðar. Að þeirri niðurstöðu fenginni kölluðu gárungarnir fyrirbærið: fljúgandi furðukúkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×