Innlent

Einar leitar að söngstrákum

Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands.
Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands.

Einar Bárðarson umboðsmaður hyggst efna til áheyrnarprófs í Vestursal í FÍH þriðjudaginn 29.maí næstkomandi. Hann er á höttunum eftir karlkyns söngvurum á aldrinum 18 til 35 ára til að taka þátt í söngverkefni sem fer af stað í sumar.

Verið er að setja saman sönghóp fjögurra til fimm manna til að flytja blöndu af klassískri, trúarlegri og dægurtónlist.

Þeir sem verða valdir geta átt von á hverju sem er. Rétt þrjú ár eru nú liðin frá því Einar boðaði til áheyrnaprufa á Nordica Hótel og bauð þangað stúlkum á aldrinum 18 til 25 ára. Þær komu í stórum hópum og úr því varð Nylon.

Þeir sem ætla sér að mæta í prufuna þurfa að hafa geta sungið eitt lag í prufunni. Það verður píanóleikari á staðnum og aðstaða fyrir undirleik af geisladisk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×