Ófært er yfir Hellisheiði eystri. Á Austurlandi er mikið um að Hreindýr séu við vegi og eru vegfarendur beðnir um að aka þar með gát. Annars eru helstu vegir landsins greiðfærir. Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á flestöllum hálendisvegum sem að jafnaði eru ekki færir nema að sumarlagi.
Þó er fært inn í Þórsmörk. Einnig eru Uxahryggir orðnir færir og sömuleiðis Dettifossvegur og Hólssandur.
Þeim sem vilja komast með bíla eða vélsleða á snjó er bent á að hægt er að fara frá Húsafelli upp á Langjökul og einnig er hægt að komast upp á Mýrdalsjökul um Sólheimaheiði.