Innlent

Íslenski þorskurinn veiðist víða

Íslenski þorskurinn sýnir litla þjóðhollustu og lætur veiða sig í stórum stíl í lögsögum annarra ríkja. Einar Hjörleifsson fiskifræðingur segir í viðtali við Fiskifréttir að talið sé að Færeyingar hafi veitt um 14 þúsund tonn af þorski á Færeyjahrygg á árunum 2003 til sex, og hafi aflinn að stærstum hluta verið íslenskur að uppruna.

Árið 2005 hafi nær fjórðungur af þorskafala eyjaskeggja verið íslenskur þorskur. Á móti þessu er talið að grænlenskur þorkur leiti af og til á Íslandsmið og skili sér í auknum þorskafla hér við land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×