Innlent

Tekist á um tryggingaverðmæti

Eigendur húsanna við Lækjargötu tvö og Austurstræti tuttugu og tvö, takast enn á um verðmæti húsanna við tryggingafélag sitt. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir milli borgarinnar og eigendanna um framtíð byggingareitsins.

Nú er mánuður frá því húsin við Austurstræti tuttugu og tvö og Lækjargötu tvö urðu eldi að bráð. Vís tryggingar tryggðu bæði húsin en samkvæmt heimildum fréttastofunnar liggur fyrir það mat tryggingafélagsins á Austurstræti 22 að tjónið sé meira en sem nemur brunabótamati, eða að það sé semsagt ónýtt. Eigendur hússins sætta sig hins vegar ekki við þá bótafjárhæð sem Vís býður.

Þá er ekkert samkomulag komið við borgina um lóðina, þ.á.m. verð á henni, en borgin hefur lýst yfir áhuga á að kaupa hana. Heimildir fréttastofunnar herma að þar muni tæpum hundrað milljónum króna og að eigendur vilji fá nálægt 300 milljónum fyrir lóðina. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir varðandi Lækjargötu tvö, en þar hefur tryggingafélagið heldur ekki skilað niðurstöðu um mat sitt á tjóninu.

Þeir sem rekið hafa Rósenberg í Lækjargötuhúsinu munu afhenda borgaryfirvöldum bréf á næstunni þar sem óskað er eftir að fá að hefja hreinsun í húsinu svo hefja megi starfsemi sem fyrst. Það liggur hins vegar ekki enn fyrir hvort húsið verður rifið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×